19.12.2009 | 12:09
Veröld ný og góð
Í dögun nýrrar veraldar þar sem mál eru afgreidd hnattrænt með virðingu fyrir auðlindum og vistkerfum þá má gleðjast yfir því að ráðstefnan í Kaupmannahöfn var gríðarlegur sigur. Þessi nýju lög alþingis um umhverfis og auðlindaskatta fylgja fast í kjölfarið og leggja góðan grunn að áframhaldandi gjaldheimtu og stjórn á efnahagsþáttum sem verða í samræmi við boð hinnar langþráðu heimsríkisstjórnar sem færir okkur frið, öryggi, fækkun fátækra en jafnframt sneiðir burtu þá óheppilegu bumbu ofgnóttar sem við vesturlöndin búum við.
Umhverfisskattar lögfestir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009 | 21:14
Stöðvum skrímslin!
Í nafni sjálfra Sameinuðu þjóðanna, dragið djúpt andann og haldið áfram ósérplægnum verkefnum ykkar í Kaupmannahöfn. Það veit Gore, að næg eru verkefnin og þörfin brýn.
Sakar Hedegaard um dónaskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)